Please reload

Recent Posts

I'm busy working on my blog posts. Watch this space!

Please reload

Featured Posts

Senn líður að jólum

December 10, 2017

Nú líður senn að jólum og eflaust allir á fullu að undirbúa herlegheitin. Okkur Lóum langar því að minna á að hugsa vel um umhverfið og reyna að halda ykkur við efnið með nokkrum góðum hugmyndum sem eru náttúrunni okkar betri kostur.

 

Jólafötin á þig eða alla fjölskylduna…

Það er gömul hefð að fá nýja flík fyrir jólin svo fólk fari nú ekki í köttinn. Okkur langar því til að hvetja fólk til að kaupa föt sem það sér fram á að nota mögulega oftar en tvisvar. Einnig er sniðugt að endurnýta föt og höfum við t.d. tekið eftir því að í öllum Lindex fataverslunum á Íslandi er kominn upp endurvinnslukassi sem virkar þannig að þú kemur með notuð eldri föt, setur í kassann og færð inneign uppí nýja flík. Lindex sér svo um að koma flíkunum í endurvinnslu til Rauða krossins. Hafa skal í huga að gömul flík er ný á einhverjum öðrum stað. Rauði krossinn býður því upp á allskonar flottar vörur sem hægt er að kíkja á. Margar þeirra eru ekki einu sinni notaðar.

Svo má líka benda á að til eru margar síður á Facebook sem heita t.d. „Gefins allt gefins” o.fl. þar sem hægt er að gefa notuð föt. Við efumst ekki um að einhverjir yrðu þakklátir með að fá fötin sem þið kærið ykkur ekki um að eiga lengur.

 

Jólagjafir fyrir fjölskyldu, vini og ættingja…

Gott er að setjast aðeins niður, horfa í kringum sig og athuga hvort ekki sé hægt að búa til fallegar „home made” gjafir. Þær eru oft umhverfisvænni og persónulegri. Handavinna, kerti eða eitthvað matarkins eins og konfekt eða sultur.

 

Annars biðjum við ykkur að njóta um hátíðarnar – já og bara alla daga!

 

 

 

 

 

 

* Við fengum nokkrar myndir af Pinterest að láni til að sýna ykkur, þar eru fullt af hugmyndum af gjöfum sem búa má til! (www.pinterest.com).

Share on Facebook
Share on Twitter
Please reload

I'm busy working on my blog posts. Watch this space!

Please reload

Search By Tags
Please reload

Archive