Please reload

Recent Posts

I'm busy working on my blog posts. Watch this space!

Please reload

Featured Posts

Áramótaheitin

December 18, 2017

Nú eru tæpar tvær vikur í að þorri landsmanna setji sér háleit áramótaheit. Mörg munu þau eflaust hljóma eitthvað í þá veru að borða hundasúrur í öll mál, hlaupa hálfmaraþon að minnsta kosti vikulega, vinna eins lítið og frændur okkar Svíar og „hygge sig” með fjölskyldunni. Í janúar fyllast svo allar líkamsræktarstöðvar en í mars kannast enginn við að eiga þar kort.

 

En hvaða gömlu, góðu ráð er hægt að nýta sér til þess að uppfylla góð áramótaheit?

 

Við heyrðum í ömmu Lóu sem gaf okkur nokkur góð ráð fyrir okkur sem yngri erum. Heilræði sem flestir hafa heyrt en sem virðast oft gleymast í amstri dagsins.

 

Að eyða minni pening í mat hljómar ágætlega. Einnig að borða þannig að minna sitji eftir af matnum - minute on the lips, lifetime on the hips – og allt það.

 

Hér áður fyrr var auðvitað ekki önnur hver hræða á götum bæjarins grænmetisæta. Eðlilega þurfti fólk að nýta allt sem hægt var og lifa á náttúru Íslands. Nýta bæði jurtir og dýr. Í dag eru auðvitað breyttir tímar en samt er ansi margt sem stenst tímans tönn varðandi nýtingu og fyrirhyggju.

 

Hvernig má spara í innkaupum, borða hollan mat og njóta með fjölskyldunni?

 • Skipuleggja sig vel og hugsa fram í tímann.

  • Undirbúa svo hægt sé að útbúa matinn sjálfur í stað þess að versla tilbúna rétti á síðustu stundu á uppsprengdu verði.

 • Frystikistan eða frystiskápurinn eru líklega þau tæki sem best nýtast í þetta.

 • Búa til holla og góða rétti og frysta.

  • Með því er alltaf hægt að borða hollt þó svo tíminn sé knappur. Með þessu göngu við einnig að því vísu hvaða hráefni eru í matnum okkar.

 • Fá skrokk (heilan eða hálfan) af lambi eða nauti hjá bónda.

  • Þá er auðvitað frábært að þekkja einhvern góðan bónda eða hafa samband við bændur sem selja beint frá býli.

  • Hakka niður viðeigandi magn af kjöti í poka eða ílát. Hafa skammtana þannig að þeir henti þinni fjölskyldu í eina máltíð. Þá er auðvelt að taka úr frysti þegar vantar kjöt.

  • Ef notaðir eru pokar undir hakkið þá er mjög sniðugt að fletja hakkið vel út, hafa þunnt lag og brjóta uppá pokana í stað þess að hníta fyrir. Þá kemst þetta svo vel fyrir í kistunni. Einnig er kjötið mjög fljótt að þyðna þegar það er tekið út.

 • Gera sér glaðan dag með fjölskyldunni og veiða í einhverju vatni.

  • Taka aflann heim og grilla, frysta svo rest.

  • Ekki er gott að sjóða silung sem frystur hefur verið, en hann er ágætur í súpu og tilvalinn til að setja í ofninn eða grilla.

 • Nýta frystikistuna þegar búðir eru með tilboð á ákveðinni vöru.

  • Kaupa – setja í frost – nota seinna.

 • Fara í berjamó

  • Við búum svo vel hér á landi að það er lyng á stórum svæðum og hver sem vill getur náð sér í ber. Ef vilji er fyrir hendi er hægt að ná í mikið magn af berjum.

  • Berin eru auðvitað meinholl, öll uppfull af andoxunarefnum og frábær í skyrdrykki, sultur eða bakstur. Kostnaðurinn er lítill sem enginn, fyrir utan smá fyrirhöfn sem hægt er að samtvinna með fjölskyldunni. Þá er hægt að borða berin, nýta í bakstur og frysta svo afganginn.

 • Fyrir öllu er að nýta afganga vel

  • Pakka afgöngum í góð ílát eftir matinn og nota aftur sama rétt daginn eftir eða búa til annan nýjan útfrá hráefnunum.

 • Fara í fjallgöngur eða útihlaup.

  • Til að koma sér í gott form er auðveldlega hægt að hreyfa sig úti í náttúrunni án kostnaðar. Það kostar ekkert að fara út að skokka annan hvern dag. Svo er hægt að draga alla fjölskylduna með í fjallgöngur eða rölt um næsta útisvæði.

 • Mauka mat í stað þess að kaupa tilbúinn barnamat.

  • Kaupa sætar kartöflur, gulrætur, blómkál, epli, perur, sveskjur eða annað. Mauka og setja í frysti.

  • Nýta þær glerkrukkur sem safnast hafa upp til að frysta í. 

  • Spara má pening af þessu, þó talað sé nú ekki um að forðast plastið í öllum „skvísunum” sem til eru.

                     Við vonum við að þið getið nýtt ykkur þessi gömlu en góðu ráð á nýju ári!

Share on Facebook
Share on Twitter
Please reload

I'm busy working on my blog posts. Watch this space!

Please reload

Search By Tags
Please reload

Archive