Please reload

Recent Posts

I'm busy working on my blog posts. Watch this space!

Please reload

Featured Posts

10 daga áskorun - Dagur 7

February 27, 2018

10 daga áskorun - segjum bless við plast og annan óþverra. Hugsum betur um náttúruna!


Dagur 7

 

Það er ýmislegt inni á baðherbergi, annað en tannburstinn, sem vert er að huga að. Hversu mikið plast og óþarfa rusl er inni á þínu baðherbergi? Það eru líklega alls konar áburðir, sjampó, svitalyktaeyðar og tannkrem í plast umbúðum. Það er ekkert ólíklegt að inni á baði séu einnig andlitsþurrkur, dömubindi, bómullarskífur, eyrnapinnar eða einnota rakvélar. 

 

Lóur færa sig upp á skaftið og nýta dag sjö til þess að skora á fólk að skipta út tveimur atriðum inni á baði! Eyrnapinnum úr plasti og einnota rakvélum.

 

Eyrnapinnar

Eyrnapinnar eru notaðir einu sinni og svo hent. Það eru hverfandi líkur á því að fólk endurnýti sama eyrnapinnan lengi. Við viljum ekki að litlir sæhestar syndi með eyrnapinnunum okkar í sjónum. Það er samt sorgleg staðreynd. Eyrnapinnunum sem við notum í 5 sekúndur, rétt aðeins til að laga maskarann. Hendum svo. Sumir henda meira að segja eyrnapinnunum sínum í klósettið.

Það er auðvitað alls ekki í lagi.

 

Auðvelt er að að skipta út þessum hefðbundnu eyrnapinnum úr plasti, fyrir nýrri tegundir sem gerðar eru úr bambus. Einnig er hægt að venja sig á að nota minna af þeim. Mikið af stelpum nota eyrnapinna til þess að laga maskara eða annan augnfarða eftir að hann er settur á. Hvað með að nota einn í staðin fyrir fjóra í hvert skiptið? Hafa svo þennan eina úr bambus en ekki plasti? 

 

 

Einnota rakvélar

Líklegt er að flest okkar hafi notað rakvél oftar en einu sinni eða tvisvar. Stelpur sem strákar, konur sem karlar. Það eru alls konar hár sem fólk rakar af sér. Einnota rakvélar enda í ruslinu eftir örfá skipti. Hvað ætli við höfum notað margar svona skærlita plast rakvélar í gegnum árin?

 

 

Hægt er að kaupa margnota rakvélar úr stáli í stað einnota úr plasti. Oftast fylgja með nokkur blöð sem hægt er að setja í þegar hin verða léleg. Þá er hægt að kaupa rakvélablöðin sér, þegar á þarf að halda. Með þessu getur þú átt og notað sömu rakvélina í langan tíma og minnkað þitt rusl.

 

 

Lóur beina athyglinni að eyrnapinnum og rakvélum á degi 7. 

Okkur langar samt að kasta fram nokkrum pælingum um hvað sé hægt að gera meira...

 

Nota mánaðarlinsur í staðin fyrir daglinsur?

Nota álfabikarinn í staðin fyrir dömubindi?

Nota þvottapoka í staðin fyrir andlitsþurrkur?

 

 

Það er að minnsta kosti nauðsynlegt að velta þessu upp. 

Hugsið um þetta!

Share on Facebook
Share on Twitter
Please reload

I'm busy working on my blog posts. Watch this space!

Please reload

Search By Tags
Please reload

Archive