Please reload

Recent Posts

I'm busy working on my blog posts. Watch this space!

Please reload

Featured Posts

10 daga áskorun - Dagur 8

February 28, 2018

10 daga áskorun - segjum bless við plast og annan óþverra. Hugsum betur um náttúruna!


Dagur 8

 

Sumir dagar eru á einhvern hátt alveg ómöguegir. Allt í óreiðu og svo mikið að gera. Þreytan algjörlega að taka yfir. Þessa daga getur verið auðveldara að grípa með sér skyndibita á leiðinni heim í stað þess að elda. Líklega gerist þetta hjá öllum á einhverjum tímapunkti. Er það ekki í lagi svona af og til? Á meðan það gerist ekki oft. 

 

Við ættum samt auðvitað öll að hafa það í huga að draga úr skyndibita. Bæði vegna heilsufars okkar, peninga og umhverfis. 

 

Í lang flestum tilfellum fylgir ótrúlegt magn af rusli með skyndibita. Ruslið er kannski meira en mann grunar. Yfirleitt er einhvers konar pappír eða plast box utan um matinn sem ekki er notað aftur. Ef maturinn kemur svo á bakka (aðallega þegar þú borðar á staðnum), þá er oft pappír á bakkanum sjálfum. Einnota pappa eða plast drykkjarmál. Plast lok ofan á. Plast rör sem pakkað er inn í pappa eða plast. Hnífapör úr plasti sem pökkuð eru inn í plast. Sósur í litlum plast umbúðum og salatsósur  í litlum pokum. 

 

Allar þessar umbúðir eru svo einungis notaðar rétt á meðan á máltíðinni stendur eða á leiðinni heim. Eftir það fara umbúðirnar beinustu leið í tunnuna. Á skyndibitastöðum er sjaldnast settur mikill metnaður í flokkun sorps svo það mætti ætla að sáralítill partur sé endurunninn. Það er þá skömminni skárra að taka þetta með sér heim og flokka sjálfur.

 

Lóur taka áttunda daginn í að skora á ykkur að minnka sorp sem fylgir skyndibita. Borðum frekar hollan og góðan mat sem við eldum sjálf. Minnkum ruslið og bætum heilsuna.

 

Þetta myndband er kannski ekki allra, en þeir meiga eiga það að hér eru nokkrar sjokkerandi tölur um rusl ásamt góðum ráðum til að minnka ruslið þegar skyndibiti er keyptur.

Kíkið á þetta myndband!

 

Share on Facebook
Share on Twitter
Please reload

I'm busy working on my blog posts. Watch this space!

Please reload

Search By Tags
Please reload

Archive