Please reload

Recent Posts

I'm busy working on my blog posts. Watch this space!

Please reload

Featured Posts

Lóan er komin – með bambus tannbursta!

Við höfum áður talað um þá sorglegu staðreynd að litríku og glansandi plast tannburstarnir okkar séu að verða vaxandi vandamál. Þeir eyðist ekki í náttúrunni nema á mjög löngum tíma. Þá rekur þess í stað á fjörur og því margar strendur fullar af tannburstum að sóla sig.

 

Við höfum skorað á fólk að kynna sér tannbursta sem ekki eru úr plasti en í dag ganga Lóur skrefinu lengra og kynna til leiks nýja vöru. Nú er enn auðvelt að kynna sér og prófa, nýja náttúruvænni tannbursta því bambus tannburstana frá SUP er nú hægt að panta hjá okkur.

Fullorðins tannbursti 750 kr.

Barna tannbursti 750 kr.

 

Fullorðins tannburstarnir eru með miðlungs stífum nælon hárum en barna tannburstarnir eru með mjúkum hárum.

 

 

SUP (Stop Using Plastic) var stofnað í Barcelona af hjónunum Adam og Höddu í ágúst 2017. Adam kemur frá Englandi en svo skemmtilega vill til að Hadda er íslensk. Fyrirtækið er með einfalt leiðarljós; koma á markað með plastlausar vörur til daglegra nota. Við Lóur eru stoltar af því að bjóða ykkur uppá vörur frá þessu glæsilega fyrirtæki sem passar algjörlega við stefnu okkar. 

 

Tannburstarnir eru 99% endunvinnanlegir. Af hverju ekki 100%? Því hárin eru gerð úr nælon - í dag er erfitt að framleiða góða tannbursta án nælons. En SUP eru alltaf að skoða aðrar lausnir, um leið og það verður að passa að tannburstarnir séu góðir fyrir tennurnar. Handfangið er úr 100% endurvinnanlegum lífrænum Mao bambus. Bambus burstinn er „carboniseraður” eins og fyrirtækið lýsir því, sem kemur í veg fyrir myglu og bakteríur og skemmdir á burstanum, því auðvitað er hann náttúrulegur.

 

Ferðabox 890 kr.

 

Aukalega við tannburstana framleiðir SUP ferðahulstur fyrir tannburstana sem við erum einnig með til sölu hér á síðunni okkar. Þau eru 100% bambus og vega aðeins 33grömm. Ekkert hulstur er eins þar sem bambusinn er mismunandi að lit. Hulstrið er líka unnið til að koma í veg fyrir vatnskemmdir, myglu og bakteríur.

 

Share on Facebook
Share on Twitter
Please reload

I'm busy working on my blog posts. Watch this space!

Please reload

Search By Tags
Please reload

Archive