LÓUR

Lítil hugmynd með stóra drauma.

Hugmyndin um Lóur spratt upp sem einhverskonar svar við öllu því ótrúlega plast magni, matarsóun og rusli sem við komumst í tæri við á hverjum einasta degi. Kannski líka trú okkar á því að við getum öll gert eitthvað örlítið í okkar daglega lífi til að gera heiminn aðeins náttúrulegri og heilbrigðari. Þó það sé ekki nema að velja þær vörur sem við notum í okkar daglega lífi, af aðeins meiri skynsemi. Færa okkur úr drasli í eitthvað alvöru. Færa okkur úr einnota í eitthvað margnota.

Til að byrja með seljum við hér handgerð leikföng sem við framleiðum. Timburhús og kubba sem hugsuð eru sem leikföng fyrir börn en einnig fallegir munir til að prýða heimilið. Sú hugmynd kviknaði aðallega fyrir tilstilli þess óskaplega magns sem til er af allskonar fjöldaframleiddu plasti sem börn leika sér með. Úrvalið af náttúrulegum og fallegum leikföngum virðast vera af skornum skammti þegar horft er yfir flóruna. Það getur í raun verið erfitt að forðast það að fylla húsið af plast leikföngum þegar komið er barn inná heimilið.

Húsin og kubbarnir eru ekki bara leikföng því þau sóma sér einnig vel sem stofustáss innan um aðra fallega muni. Þau eru handgerð, hvert og eitt með sinn sérstaka blæ. Það slær svo auðvitað tvær flugur í einu höggi að það séu til munir í stofunni heima eða hjá ömmu sem leika má með!

Í framhaldi af leikföngunum erum við með ákveðnar hugmyndir sem fela í sér sniðugar vörur, upplýsingagjöf og viðburði. Við viljum bjóða íslenskum neytendum uppá öðruvísi vörur sem ýmist geta kallast sjálfbærar, umhverfis- og náttúrvænar, eða áhugaverðar í því samhengi að þær stuðli að því að við sem neytendur getum valið að nota minna af plasti og öðrum óæskilegum efnum í okkar daglega lífi. Að við veljum inn vörur sem t.d. hjálpa okkur að sporna við matarsóun bæði vegna náttúrulegra- og fjárhagslegra ástæðna fyrir okkur öll. Einnig horfum við á umbúðir, þar sem við viljum helst forðast pakkningar úr plasti. 

Okkur langar sem dæmi að hafa hér inni smá fróðleik frá eldra og reyndara fólki sem gætu nýst okkur yngra fólkinu. Fróðleikur um nýtingu matar og annað sem stundum gleymist í öllu því stressi og æsingi sem við lifum í.

Fylgist endilega með okkur!

Eigendur eru Guðrún Ýr Erlingsdóttir og Jóhanna Tryggvadóttir. 

Til þess að hafa samband má senda tölvupóst á lour@lour.is

eða hafa samband í síma 8657040 eða 8479824.

  • Instagram Social Icon

© 2017 Lóur

lour@lour.is